Flatey sækir í pítsuhefðina sem kennd er við Napólí. Við gerum súrdeig á staðnum og látum það þroskast í sólarhring áður en við bökum pítsurnar við 500 gráðu hita. Fyrir vikið verða botnarnir náttúrulega bragðmiklir og léttir í maga og áleggin sérstaklega fersk og safarík.

 Á Flatey er opið hús og því engar borðapantanir, nema fyrir 8 manns eða fleiri. Hægt er að bóka  efri hæðina á Grandagarði fyrir allt að 65 manna einkasamkvæmi.

Við kaupum San Marzano tómata beint frá bónda. Þeir eru ræktaðir við rætur Vesúvíusar og eru í laginu eins og plómur og sérstaklega safaríkir og gómsætir. Því þarf engu við að bæta þegar þeir eru maukaðir í sósu, ef frá er talið dálítið sjávarsalt. 

Share by: